Helför Palestínubúa sýnd í beinni - í boði ríkisstjórnar Ísrael

Við erum að drepa dýr í mannsmynd“ sagði Gallant varnarmálaráðherra Ísraels. 

Fréttastjóri Vísis gerði athugasemd við ofanritaða setningu í grein eftir mig frá 23.10.´23. Fréttastjórinn benti á með réttu, að Gallant hafi verið að ræða um Hamas-liða ekki flóttafólk. Túlkun mín væri því röng. Fréttastjórinn taldi því, að greinin stæðist ekki reglur Vísis um skoðanagreinar. Hún yrði því ekki birt. Ég spyr nú, hvort eigin játning um rangtúlkun mína nægi til að greinin standist reglur Vísis, og hún fáist birt. 

Þegar ég rangtúlkaði ummæli Gallant ráðherra Ísraels, um loftárásirnar á flóttafólkið sem þeir höfðu sjálfir skipað að flýja til suðurhluta Gasa, þá ómaði í minni mínu „Heil Hitler, heil Hitler“. 

Þegar Nasistar skipulögðu helför Gyðinga, þóttust þeir vera „að útrýma dýrum í mannsmynd.“  Þegar ríkisstjórn Ísraels endurtekur hugmyndafræði Nasista og gerir loftárásir á troðfullar götur af  varnarlausum konum og börnum, sem eiga sér hvergi skjól, og gefur þá skýringu að hún sé að bjarga þjóð sinni frá Hamas-liðum „dýrum í mannsmynd“, þá verður venjulegt fólk orðvana. Stjórn Ísraels skipaði íbúum í Gasa-gettóinu að bjarga lífi sínu, og fara til suðurhluta gettósins. 

Sjónvarpsstöðvar um allan heim sýndu götur og torg og allar smugur troðfullar af innikróuðum konum og börnum, ásamt „dýrum í mannsmynd“ eins og Hamas heitir hjá harðlínu-Síonistum. Þau voru öll á flótta til suðurs samkvæmt fyrirmælum frá Ísraelska hernum.  Þegar búið var að knýja fólkið í þétta kös, kom flugher Ísraels og sprengdi í tætlur og drap saklaus börn og konur. „Dýrið“ reis í grimmd líkt og þegar Nasistarnir ofsóttu Gyðingana. 

Stigsmunur, eðlismunur?

Það er augljós stigsmunur á drápstækni Þýsku Nasistanna, og ríkisstjórnar Ísralels.  En er eðlismunur á miskunnarleysi harðlínu-Síonistanna í Ísrael, og Nasistastjórn Hitlers? Satanísk og óþörf dráp flughers Ísraels á innikróuðum og varnarlausum konum og börnum, sem hvergi áttu skjól, hafa nú þegar vakið heift og hatur, og refsiþörf gegn saklausri þjóð Gyðinga. Það Gyðingahatur verður arfur ríkisstjórnar harðlínu-Síonistanna til þjóðar sinnar. 

Gyðingar vilja lýðræði og réttarríki.

Við skulum ekki gleyma því, að Ísrael er eina alvöru lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum, og Gyðingar þrá og vilja búa við lýðræði í friði, frelsi, og öryggi eins og aðrar þjóðir. Við skulum líka muna það vel nú, að á nýliðnu sumri þustu tugir þúsunda Gyðinga, aftur og aftur út á götur og torg, að verja lýðræði og dómstóla, að verja réttarríkið, gegn aðför ríkisstjórnar harðlínu- Síonistanna, sem nú stjórna Ísrael. Þau mótmæli sýndu andúð almennings á stjórn harðlínu-Síonistanna. Stjórn þeirra var þá orðin ein á báti, og komin í þrot. Hún gat ekki sameinað þjóðina að baki sér. En þá gerðust óvæntir atburðir. 

Atburðir sem öllu breyttu.

Öllum að óvörum rigndi eldflaugum með þungum og öflugum sprengjum yfir íbúa Ísraels. Hvernig komust þúsundir eldflauga til Gasa fram hjá öflugustu landamæragæslu í heimi? Og það sem meira var. Af hverju steinsváfu þrautþjálfaðar gæslusveitir landamæra Ísraels og Gasa? Það tók þær þrjá tíma að vakna eftir að morðsveitir Hamas ruddust inn í landið og náðu að komast í nálæg þorp til að myrða saklaust fólk, konur og börn, og komast svo til baka með marga gísla. Þau hryllilegur glæpaverk urðu til þess að Netanjahú gat um sinn sameinað þjóðina að baki sér. Hamas-liðar greiddu því götuna að lokalausn hans. Að Ísrael verði eitt land ein þjóð. 

Sameinuðu þjóðirnar og Ísrael.

Meirihluti Ísraela hafa margsannað, að þeir vilja vera lýðræðis og réttarríki. Því á að leysa úr deilu þessara tveggja þjóða á vettvangi gagnkvæmnar virðingar og tillitsemi til ólíkra sjónarmiða. Sá vettvangur á að vera Sameinuðu þjóðirnar: Þegar Ísraelar sóttu um aðild að Sameinuðu þjóðunum árið 1949 lögðu þeir fram þau rök, „að niðurstaða í landamæradeilum þeirra við Palestínumenn ætti ekki að vera skilyrði fyrir fullri aðild þeirra að Sameinuðu þjóðunum.“ Þær deilur á að leysa við samnigaborð, með leiðsögn Sameinuðu þjóðanna. Sögðu þeir þá. Ísraelar færðu sjálfir fram þessi rök fyrir umsókn sinni. Þau rök eru enn jafn rétt og sönn, og þá. Með þessum rökum Ísraelsmanna sjálfra ættu Sameinuðu þjóðirnar, að taka Palestínu inn í þjóðabandalag sitt, og flytja þannig deilur þessara þjóða á öflugan og áhrifamikinn vettvang alþjóðasamfélags þjóðanna. Fyrsta skrefið yrði þá að vera vopnahlé. 

Næsta skrefið mætti vera, að Ísrael og önnur ríki taki Alþingi Íslendinga sér til fyrirmyndar, og viðurkenni Palestínu sem fullvalda og sjálfstætt ríki með sama rétti og önnur þjóðríki. 

Skrifað 23.okt. 2023. Birgir Dýrfjörð, rafvirki. 

Ritstjórn Vísir.is neitaði að birta ofanritaða grein.

Ég bið fólk að deila grein minni til þeirra, sem það álítur að hún eigi erindi við.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband